WC skilrúmin okkar hafa verið notuð í íþróttahús, sundlaugar, reiðhallir, verslanir, leikskóla, skóla og í raun á flesta þá staði þar sem þörf er á að skerma af búninga- salernis- og eða sturtuaðstöðu.

Stratificato eru 13mm harðpressaðar, vatnsþolnar plötur og þær má þrífa með sterkum hreinsiefnum (m.a. Acetone) sem gerir stratificato skilrúmin úrvals kost þar sem veggjakrot er vandamál.

PBA fylgihlutirnir eru framleiddir og hannaðir á Ítalíu úr úrvals hráefni (ryðfríu stáli, grá rafbrynjuðu áli (anodized)). Ásamt því að framleiða fylgihluti fyrir skilrúm framleiðir PBA einnig hágæða höldur og stuðningsbúnað svossem sturtusæti, stuðningshandföng við salerni, handföng og handrið úr stáli, áli, kopar og harðvið.

ABET LAMINATI