HomeGuard Housewrap skal setja upp eftir að búið er að setja grind og á undan  gluggum og hurðum. HomeGuard Housewrap öndunardúkurinn er settur yfir holrúm milli lekta, helst yfir viðurkennda einangrun, og dúkurinn settur  þannig að prentaða hliðin snúi út.

HomeGuard Housewrap skal byrja að festa við úthorn  til þess að tryggja að rúllan haldist lóðrétt og þá má þekja  yfir veggflötinn þannig að dúkurinn nái 5cm yfir grunninn og a.m.k. 15cm yfir upphafspunkt. Setjið dúkinn þannig að hann sé vel strekktur og  sléttur.

Til þess að festa HomeGuard Housewrap má nota nagla með breiðum haus og nægilegri lengd fyrir grindarefnið, einnig má nota 25mm hefti með breiðum skinnuborða eða pappasaum. Ef klætt er yfir frauðplast einangrun er gott að nota nagla, með 9,5mm haus, sem ná inn í grindina án þess að kremja einangrunina.

Festingin skal vera með 15cm millibili efst og neðst á veggnum og í kringum glugga og hurðir, en 30 til 45cm millibili lóðrétt á lektum. Á háum veggjum skal efra efnið þekja það neðra um 15cm en þegar þekja þarf lóðrétt skal það ná 10cm yfir.

Þegar festa á dúkinn í kringum glugga og hurðir er skorið „X“ milli horna, flipunum ýtt inn( umfram efni brotið saman eða skorið burt) og fest vel í gegnum öll lög á grindina á bakvið. Hentugt er að nota límbandið frá VentureTape til þess að loka öllum endum, þ.m.t  kringum glugga, hurðir og bæði láréttum og lóðréttum tengingum.

Ef hætta er á að sólarljós lendi á einhverjum hluta öndunardúksins, ( t.d. við bil milli utanhússklæðningar) er nauðsynlegt að setja tvöfalt lag af HomeGuard Housewrap öndunardúknum skv. 2510.6 grein í reglugerð IBC og 2506.4 nema fyrir múraðan frágang og lokaðar og eða einangrandi  klæðningar án öndunar. Uppsetning skal vera í samræmi við klæðningarefni.

Þó svo að HomeGuard Housewrap brotni ekki niður við geislun sólar má ekki skilja það eftir óvarið frá sólarljósi til lengdar. HomeGuard mælir með að HomeGuard Housewrap sé þakið með utanhússklæðningu ekki seinna en fjórum mánuðum eftir uppsetningu öndunardúksins.

AÐVÖRUN: HomeGuard Housewrap öndunardúkurinn er sleipur og á ekki að notast við neinar aðstæður þar sem gengið er á honum.

HomeGuard Housewrap Öndunardúkur

Homeguard Housewrap upplýsingablað

HomeGuard Housewrap tækniupplýsingar

Armourbase Pro þakdúkur upplýsingabæklingur.

Armourbase Pro Þakdúkur tækniupplýsingar

HomeGuard Woven HouseWrap 9′ x 100′ Loftunardúkur 274cm x 30m (82m2) 

40.692.- kr rúllan