AFHENDINGARSKILMÁLAR
Afhending vöru fer ávallt fram á starfsstöð seljanda, nema um annað sé samið.
Kaupandi ber ábyrgð á vöru frá því tímamarki sem hún telst afhent (áhættuskipti) til hans eða flutningsaðila ef um sendingu er að ræða, nema um annað sé samið sérstaklega. Ef kaupandi vöru vitjar hennar ekki eða veitir henni viðtöku á réttum tíma (afhendingartíma) og það má rekja til kaupanda eða atvika sem hann varða flyst áhættan yfir á kaupandann þegar hlutur er honum til ráðstöfunar og vanefnd verður af hans hálfu við það að veita hlutnum ekki viðtöku.
Ef kaupandi á að vitja vörunnar annars staðar en hjá seljanda flyst áhættan yfir til kaupanda þegar afhendingartíminn er kominn og kaupanda er kunnugt um að varan er honum til ráðstöfunar á afhendingarstaðnum. Þegar áhættan af hinni seldu vöru hefur flust yfir til kaupanda fellur skylda hans til þess að greiða kaupverðið ekki niður þótt varan eftir það farist, skemmist eða rýrni ef um er að ræða atvik sem ekki verða rakin til seljanda
Kaupandi ber ávallt allan kostnað af sendingu vöru, nema um annað sé samið sérstaklega.