Gegnumlitaðar harðtrefjaplötur sem er framþróun af MDF, burðarmiklar plötur tilvaldar í húsgögn, innréttingar, skilrúm og fl.

Plöturnar má nota án nokkurar meðhöndlunar en til að auka endinguna er gott að bera á plöturnar vax, olíu eða lakk.

Lífrænn litur er notaður við litun á plötunum og eru þær PEFC og FSC-vottaðar vörur

Plöturnar eru fáanlegar í ýmsum stærðum og þykktum.