Láttu það ekki liggja ofan á, sem undir á að fara

Kerfisgólf, eða tölvugólf eins og þau eru oftast kölluð, eru ein útbreiddasta lausnin þegar kemur að fagmannlegum frágangi á gólfi þar sem þarf að skerma af eða ganga snyrtilega frá tölvu-og rafmagnsleiðslum á auðveldan og fljótlegan hátt.

Fyrirtækið Petral hefur verið í mörg ár einn stærsti framleiðandi á kerfisgólfum sem henta mjög vel fyrir flest öll fyrirtæki, hvort sem um er að ræða verslanir, stofnanir, verksmiðjur eða á skrifstofuna.
Í vinnuumhverfi þar sem tæknin skipar stóran sess og tölvubúnaður er allsráðandi, er gefið mál að mikið magn af snúrum og leiðslum þurfi til að tengja saman tölvur, netþjóna, prentara og símabúnaðar.

Auk þess er algengt að í nútímafyrirtækjum sé mikið um tilfærslur á tölvubúnaði og uppsetningar á nýjum kerfum. Upphækkuðu kerfisgólfin bjóða upp á þá möguleika að koma öllum tölvuleiðslum fyrir, undir gólf ásamt öðrum loftræstikerfum. Auðvelt er að leggja  kerfisgólfin niður og fljótlegt að breyta skipan gólfanna með fljótlegum hætti ef svo er þörf.

Til eru 3 mismunandi kjarna í plötunum viðar kjarni, kalsíum súlfat og gler.

Yfirborð : Hpl, linoleum, viður, marmari.