Wicanders hefur tekið byltingarkennt skref í gólfefnaiðnaði með þróun HydroCork.
Eiginleikar HydroCork eru þeir sömu og í hefðbundnum korkgólfum ásamt því að vera vatnsþolið og auðveldara að leggja en nokkurntímann áður. Gólfið þarf hvorki að lakka né líma. Gólfborðin læsast einfaldlega saman með nýrri þenslugróp úr korki sem gerir kleift að leggja saman enda og banka þá saman.
Hvað er hydrocork?
HydroCork er ný útfærsla af fljótandi korkgólfefni með viðarútliti án þess að fórna eiginleikum korks.
Upplagt til þess að leggja yfir gömul gólf (aðeins 6mm þykkt).
HydroCork fæst með 18 mismunandi viðarútlitum.
Yfirborðsáferðin er mismundandi eftir tegundum þar sem hún fylgir viðarútlitinu, og má því sjá allt frá sléttu og upp í hrjúft yfirborð.
Hydrocork viðarútlit. ( wideplanks)
Stærð: 1225 x 195 x 6 mm