Fjöldi húsa hafa verið klædd með MEG á Íslandi í áratugi og bera þau öll MEG efninu gott vitni um gott ástand og endingu. MEG hefur verið notað í Evrópu í fjölda mörg ár með frábærum árangri.
MEG er harðplastplata (HPL) framleidd úr trjákvoðu (sellulósa trefjum). Lagskiptur kraftpappír er pressaður saman með 90kg./cm2 og síðan hitað við 150°C.
MEG klæðningin er eins á litinn báðum megin og skiptir ekki máli hvor hliðin snýr fram. MEG er algjörlega viðhaldsfrítt. Óhreinindi eins og sandur eða mold loðir ekki á fínhömruðu yfirborði MEG plötunnar. Laus óhreinindi fara af í næstu rigningu. Úðabrúsa málningu og tússpennakrot má þvo af með acentoni. MEG hentar vel þar sem kröfur eru gerðar um höggþol t.d. á skólabyggingar og þau mannvirki þar sem álag er mikið, t.d. vegna fólksumferðar á almannafæri. MEG plötuna er auðvelt að vinna með sömu verkfærum og notuð eru í tréiðnaði.
MEG er auðvelt að saga, bora eða hefla.
Staðalstærðir á plötunum eru 1300 x 3050 mm og 1610 x 4200 mm auk annara stærða.
Staðalþykkt er 6mm en þó er MEG fáanlegt í þykktum 2,5mm ~ 10mm gegn sérpöntun.
MEG er framleitt í 44 staðallitum en hægt er að fá sérliti ef óskað er, hægt að fá vörumerki eða mynstur inngreipt í plöturnar. Staðallitirnir eru allir prófaðir með tilliti til þess að þola útfjólubláa geisla sólar.
MEG er höggþolið og þolir mjög vel veðurfarslega þætti s.s. hagl og súrregn MEG hefur verið prófað af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins og fólst m.a. í því að frostþíðuþolsprófa, vindálags og beygjuþolsprófa og stóðst efnið þessar tilraunir með mikilli prýði.
Hér fyrir meðan eru allir Meg litirnir sem er hægt að sérpanta.