Canexel er geymt á öðrum lager svo afhending getur tekið 2-3 daga.
Canexel er 100% viður –
Canexel Ultra plank utanhússklæðning er hönnuð til að líkja eftir hinni klassísku viðarklæðningu en samt án alls viðhalds venjulegra viðarklæðninga.
Fallegu, endingargóðu Canexel klæðningarnar eru 100% viður. Þú færð þetta fallega náttúrulega útlit. Stærð borðanna er 3660 x 280 mm og er því borðið u.þ.b. 1m2.
Það er mikilvægt að tryggja góða loftun undir allar klæðningar þannig að lofskifti geti átt sér stað óhindrað. Leiðbeiningar um grindar uppsetningu fást á leiðbeiningarblöðum í verslun Þ.Þorgrímsson & co. og hér neðar á síðunni.
Það er fátt eins sterkt –
Framleiðsluferli Canexel er fólgið í því að viður er brotinn niður í trefjar, og trefjarnar síðan pressaðar saman undir miklum hita og þrýsting og þenslueiginleika viðarins breytt.
Fimm mismunandi yfirborðslög eru síðan pressuð undir miklum hita og þrýstingi.
Hinn mikli þéttleiki Canexel þýðir að klæðningin á ekki að springa, flísast, dældast, verpast, klofna né svigna.
Það er fátt sterkara og þolir móður náttúru betur en Canexel utanhússklæðning.
Reynsla í yfir 50 ár!
Í yfir 50 ár hefur Canexel verið að framleiða vörur sem þessa.
Verksmiðja þeirra hjá East River, Nova Scotia, er ein stærsta verksmiðja sinnar tegundar í Canada, búin öllum hinum nýjasta tæknibúnaði sem völ er á.
Klæðning sem munur er á …
Þegar þú velur Canexel færðu meira en hefðbundin gæði. Þú færð einnig ótrúlegt úrval af klæðningum í mjög fjölbreyttu litavali.
Þú gætir keypt þér aðra ódýrari tegund af klæðningu og sparað peninga – en það væri skammtímasparnaður.
Til langs tíma litið ert þú búinn að spara margfalt með því að velja Canexel.
Þitt heimili – þínir peningar